21.06.2024.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. júlí 2024. Hún er eftirfaranndi:
Afsláttur af Leikskólagjöldum:
Tekjutengdur afsláttur
Boðið verður upp á að sækja um tekjutengdan afslátt vegna dvalargjalda í leikskóla frá 1. september 2023. Tekjutengdur afsláttur er 40% af dvalargjöldum. Reglur um tekjutengdan afslátt má finna undir reglum menntasviðs á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Aðrir afslættir verða áfram í boði til áramóta en falla þá niður, þ.e. afsláttur fyrir einstæða foreldra, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkja með metna örorku (75% eða meira).
Hægt er að sækja um ofangreinda afslætti með því að opna „Umsókn um leikskóla“ í þjónustugátt. Umsókn um tekjutengdan afslátt þarf að berast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir. Afslættir eru ekki veittir afturvirkt.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 100% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini fær greidd framlög frá Kópavogsbæ vegna dvalar hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Önnur gjöld en fæðisgjöld og dvalargjöld:
Upplýsingatæknigjald
Foreldrar í Leikskólanum Aðalþingi greiða upplýsingatæknigjald mánaðarlega krónur 1.150.- frá og með 1.08.2022.
Gjaldið fjármagnar tæknibúnað fyrir nemendur og stendur undir búnaði til að senda vikulega Helgarpósta til foreldra með myndum úr skólastarfinu.
Ferðakostnaður
Stöku sinnum kanna að falla til lágt gjald vegna aksturskostnaðar í vettvangsferðir.
Heimsóknir
Við getum stundum tekið á móti fólki á morgnana ef það eru fáir saman, fjórir eða færri er ágætis viðmið.
Ef hópar eru fjölmennari getum við boðið upp á kynningu á skólanum síðdegis, eða frá klukkan 16. Það fyrirlag hefur ákveðinn kostnað í för með sér og því þurfum við að innheimta hóflegt gjald fyrir þær. Um það er samið hverju sinni við skólastjóra.
________________ ... ______________ ... _____________
Eftirfarandi gjaldskrá var í gildi til loka ágúst 2023:
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2023.
Almennt gjald
Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 3.458,- fyrir hverja klukkustund á mánuði. Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.682-. Gjald fyrir full fæði verður 10.463, á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 5.657,- á mánuði. Fyrir næstu hálfu stund kr. 11.321.
Lægra gjald
Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku (75% eða meira).
Hægt er sækja um ofangreinda afslætti með því að opna "umsókn um leikskóla" í þjónustugátt. Endurnýja þarf umsókn um afslætti fyrir upphaf hvers skólaárs eða fyrir 1. september ár hvert.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er þá afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Lægra grunngjald v/8 stunda dvalar eða minna verður 2.421,- fyrir hverja klukkustund á mánuði, Gjald fyrir hádegisverð verður 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu 2.682,-. Gjald fyrir full fæði verður 10.463,- á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 3.960,- á mánuði,-. Fyrir næstu hálfu stund kr.7.923,-.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 100% af dvalargjaldi fyrir þriðja
barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini fær greidd framlög frá Kópavogsbæ vegna dvalar hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af matargjaldi. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Upplýsingatæknigjald
Foreldrar í Leikskólanum Aðalþingi greiða upplýsingatæknigjald mánaðarlega krónur 1.150.- frá og með 1.08.2022.
Gjaldið fjármagnar tæknibúnað fyrir nemendur og stendur undir búnaði til að senda vikulega Helgarpósta til foreldra með myndum úr skólastarfinu.
Ferðakostnaður
Stöku sinnum kanna að falla til lágt gjald vegna aksturskostnaðar í vettvangsferðir.
Heimsóknir
Við getum stundum tekið á móti fólki á morgnana ef það eru fáir saman, fjórir eða færri er ágætis viðmið.
Ef hópar eru fjölmennari getum við boðið upp á kynningu á skólanum síðdegis, eða frá klukkan 16. Það fyrirlag hefur ákveðinn kostnað í för með sér og því þurfum við að innheimta hóflegt gjald fyrir þær. Um það er samið hverju sinni við skólastjóra.