Aðalþing er stórt nafn. Erlendum gestum finnst oft mikið til þess koma enda átta þeir sig flestir á því að það táknar það sama og Alþingi og sögu þess þekkja margir.
Við erum glöð og stolt af að skólinn okkar beri þetta stóra nafn og það samrýmist vel skólastefnunni. Skólar erlendis sem kenna sig við Malaguzzi og Reggio Emilia heita gjarnan stórum nöfnum og eru kenndir við stórskáld eða þjóðhetjur. Sennilega er það þó tilviljun að gatan sem skólinn stendur við heitir Aðalþing og að skólinn dregur nafn sitt af henni.
En hvað sem ræður þessari fögru nafngift höfum við unnið áfram með þessi tengsl nafnsins við skólastarfið og lýðræðishugsunina. Þannig bera deidir skólans allar þingendingu í nafni sínu (Spóaþing, Lóuþing o.fl.) og deildarstjórar fengu í kjarasamningnum sínum starfsheitið þingforsetar.
Hér til hliðar eru tenglar á upplýsingar um hvert og eitt þing.