Aðalþing leitar að leikskólakennurum

Nú er tækifæri til að ráða sig til starfa í frábærum leikskóla. Við erum að svipast um eftir kennurum til að koma til samstarfs við öflugan kennarahóp í Aðalþingi, í haust eða fyrr eftir atvikum.

Aðalþing styðst við hugmyndafræði Loris Malaguzzi frá Reggio Emilia og hefur skólinn hlotið gott umtal. Nánari upplýsingar um starfið má fá á heimasíðu skólans adalthing.isFacebooksíðu skólans og á Youtuberás Aðalþings þar sem eru sex myndbönd frá starfinu undanfarið ár.

  • Við leitum að einstaklingum með starfsréttindi leikskólakennara.
  • Jafnframt er gerð krafa um færni í vinsamlegum samskiptum
  • og að umsækjendur hafi áhuga á að vinna í leikskóla sem starfar í anda Reggio Emilia
  • og hafi brennandi áhuga á að læra meira með okkur

Þeir sem heillast af starfinu í Aðalþingi eru beðnir um að sækja um á vef Aðalþings eða senda línu á Hörð leikskólastjóra á netfangið hordur@adalthing.isUmsóknarfrestur er til 18. mars. Hörður veitir fúslega nánari upplýsingar í pósti eða síma 7703553

   


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook