Aðlögun hófst í gær og lýkur á föstudag

Að venju hófst aðlögun í Aðalþingi í gær, á þriðjudegi um miðjan ágúst. Aðalþing var fyrsti leikskólinn á Íslandi til að standa að svokallaðri þátttökuaðlögun, sem er form sem meirihluti leikskóla notar núna. Í gær hófu 33 börn skólagöngu í Aðalþingi og á föstudag er aðlögun lokið.

Við höfum haldið okkur við þessar dagsetningar í meira en áratug og höfum ekki þurft að fresta aðlögun vegna manneklu. Starfsmannahald í Aðalþingi er nokkuð stöðugt og við uppfyllum yfirleitt ákvæði laga um að tveir þriðju hlutar starfsmanna séu kennarar.

Ný börn sem byrja í Aðalþingi fá dvalartíma til 15:30 en venjulega er hægt að verða við óskum um breytingar á dvalartíma innan fárra vikna. Um þessar mundir eru nær allar óskir um breyting í þá veru að að óskað er eftir styttingu á dvalartíma, þær óskir er í flestum tilfellum hægt að afgreiða strax.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook