Flýtilyklar
Dagur leikskólans 2021 - nýtt myndband frá Aðalþingi
Þann 6. febrúar ár hvert er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. En þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Af þessu tilefni gefur Aðalþing út stutt myndband um raungreinar og sköpun í leik.
Þyrilsnælda - Dagur leikskólansn2021- Raungreinar og sköpun í leik
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 á nám sér stað þegar einstaklingur vinnur með áreiti, tengir það fyrri þekkingu og skapar nýja. Þannig er menntun í rauninni sjálfssköpun... ...Námssvið leikskólans fléttast inn í leik barna þegar starfsfólk tengir á markvissan hátt markmið þeirra við leik. Leikskólakennarinn kynnir börnum nýja möguleika og skapar þannig sameiginlega reynslu sem nýtist í leik.