Flýtilyklar
Eiturefnalaus leikskóli - ný yfirlýsing
Á skipulagsdegi, þann 16. mars, samþykktu starfsmenn nýja stefnuyfirlýsingu fyrir þróunarverkefnið Eiturefnalaus leikskóli sem leikskólinn hefur unnið að síðan 2015. En ný þekking kallar á skýrari og afdráttarlausri yfirlýsingu.Yfirlýsingin er svohljóðandi:
af því lítil börn eru sérlega viðkvæm fyrir skaðlegum efnum
vegna þess að heili og ónæmiskerfi þróast á unga aldri.
Lítil börn eru einnig í meiri hættu á að neyta skaðlegra efna en fullorðnir.
Þau borða hlutfallslega meira en fullorðnir, þau hafa þynnri húð, anda örar
og eru nær gólfinu þar sem efnaleifar geta safnast fyrir í ryki.
Ef hætta er á neikvæðum áhrifum á heilsu og þroska barna
ber okkur að gera ráðstafanir til að forðast skaða.
Börn eru lengi í leikskólanum og þess vegna verðum við að stefna að
eiturefnalausu umhverfi.
Þessar mikilvægu ástæður kalla á að leikskólinn Aðalþing gerist eiturefnalaus,
aðgerðaáætlun sé fylgt eftir og staðan vöktuð
í samstarfi kennara, foreldra og barna.