Flýtilyklar
Eldhús Aðalþings fær Svansvottun, fyrst íslenskra skólaeldhúsa.
Aðalþing er rekið af kennurum samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ. Meginmarkmið skólans er að í Aðalþingi fái barnið þá bestu umönnun og kennslu sem völ er á.
Það er margt sem við eigum öll sameiginlegt. Við leitum hamingjunnar saman og stillum okkur inn á að upplifa ævintýrið í hversdeginum. Til þess að geta það þarf að vera jafnvægi milli þeirra grunnþátta sem gera okkur að lífsglöðum manneskjum. Við öndum, sofum, borðum, hreyfum okkur, hugsum, rannsökum og sköpum. Matur getur aldrei verið aukaatriði í lífi okkar. Það er augljóst að gott eldhús og góður matur er forsenda fyrir góðu skólastarfi.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norður-landanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Svansvottun er góð leið til að miðla umhverfisstarfi okkar og sendir samfélaginu skýr skilaboð um að skólinn vinni markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í öllum lífsferli vörunnar. Svansmerkið er áreiðanleg vottun sem flestir Íslendingar þekkja.
Ekkert skólaeldhús á íslandi hefur fengið Svansvottun fram að þessu. Svansvottun er ítarlegt ferli þar sem sýna þarf fram á með haldbærum gögnum að birgjar, innkaup, ferlar og framleiðsla standist kröfur.
Það fer vel að matarstefnu, eiturefnaleysi, sjálfbærni og gæðastarfi Aðalþings að vinna að Svansvottun fyrir eldhúsið og matinn. Fyrir tveimur árum var ákveðið að hefja það verkefni.
Í mars 2024 fékk eldhús Aðalþings, fyrst íslenskra skólaeldhúsa, Svansvottun