Flýtilyklar
Foreldrasamtöl - Nýtt fyrirkomulag
Þann 23. september hefjast skipulögð foreldraviðtöl í Aðalþingi. Foreldrar geta auðvitað hvenær sem er óskað eftir formlegu samtali við kennara barnsins eða þingforseta en af hálfu skólans munum við frá og með þessu hausti hafa frumkvæði að tveimur viðtölum á hverju skólaári.
Um mánaðamótin september október verður foreldrum boðið í stutt samtal sem er áætlað að taki u.þ.b. tíu mínútur. Hugsunin með því viðtali er að fylgja eftir aðlögun barna á nýtt þing, veita upplýsingar um hvernig kennaranum finnst ganga og hverju hann telur þurfi að huga að. Jafnframt er þetta viðtal hugsað sem formlegt tækifæri fyrir foreldra til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og greina frá sínum væntingum um skólastarfið á komandi vetri.
Í mars eða apríl eru svo fyrirhuguð lengri viðtöl þar sem foreldrar sjá m.a. skráningar af barninu í leik og starfi í skólanum.
Þetta fyrirkomulag á samtölunum er nýbreytni frá því sem fram að þessu hefur verið tíðkað í Aðalþingi. Boð um formleg foreldraviðtöl hafa verið tengd afmælisdögum barnanna en það fyrirkomulag verður nú lagt af. Við teljum hið nýja skipulag vera rökrétta lausn og til þess fallið að skapa skýrari samfellu í skólastarfinu og vonum þess vegna að þetta fyrirkomulag falli foreldrum vel í geð.