Flýtilyklar
Frumsýning: Borðstofa fyrir tveggja ára leikskólabörn
05.02.2017
Í tilefni af degi leikskólans 2017 frumsýnir Aðalþing nýtt myndband.
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla á að hvetja börn til sjálfstæðra vinnubragða, efla trú þeirra á eigin getu og stula að því að þau tileinki sér að borða hollan mat. Í tilefni af Degi leikskóla 6. febrúar 2017, frumsýnir Aðalþing myndband um Borðstofuna, þar sem tveggja ára börnin borða. Myndbandið er dæmi um hvernig unnið er að matarmennt tveggja ára barna í Aðalþingi. Borðstofan er tilbrigði við Matstofuna í Aðalþingi sem þjónað hefur þriggja til sex ára börnum frá árinu 2011.
Myndbandið er jafnfram aðgengilegt á þessari slóð: https://www.youtube.com/watch?v=8eyDT52lkC0