Flýtilyklar
Innheimta fyrir Foreldrafélagið
Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum félagslegum viðburðum með bönum og fjölskyldum þeirra. Til dæmis jólaballi, vorhátíð og núna um helgina var fimleikafjör sem vonandi var skemmtilegt.
Félagið hefur innheimt gjald til foreldra á hverri önn um 3500 krónur fyrir hvert barn (minna fyrir systkini). Kostnaður við innheimtuna hefur verið hlutfallslega hár og bankinn hefur tekið um 10% af þessu gjöldum fyrir milligöngu um innheimtuna (seðilgjöld og þess háttar). Leikskólinn getur hins vegar innheimt þetta frítt fyrir Foreldrafélagið samhliða innheimtu
Foreldrafélagið hefur óskað eftir því við okkur að leikskólinn innheimti foreldrafélagsgjöldin samhliða dvalargjöldum. Sérstakur liður á næsta reikningi verður því Félagsgjald í foreldrafélag Aðalþings. Til þess að þetta gangi vel er mikilvægt að foreldrar séu sáttir við þetta fyrirkomulag. Við biðjum þig um að láta okkur vita fyrir 20. nóvember ef þið viljið ekki taka þátt í starfi foreldrafélagsins og þá verður félagsgjaldinu ekki bætt við reikninginn til þín.