Flýtilyklar
Mentor - mikilvægt öryggistæki
Við notum Mentor í Aðalþingi. Mentor er nemendaumsjónarkerfi sem er miðlægt á internetinu og tryggir að við eigum aðgang að upplýsingum um börnin og aðstandendur þeirra úr hvaða netttengdri tölvu sem er. Slíkt getur verið mikilvægt ef slys eða óhapp ber að höndum eða ná þarf strax til foreldra.
Í Mentor er líka tryggt að við göngum beint að nýjustu upplýsingum og ekki þarf að uppfæra símanúmer, netfang eða aðrar slíkar upplýsingar á mörgum stöðum.
Foreldrar geta sjálfir skráð sig inn í Mentor og notað kerfið til að senda póst til annarra foreldra í leikskólanum t.d. vegna afmælisboða og þess háttar. Foreldrar geta líka uppfært sjálfir upplýsingar um sig, símanúmer, netfang og þess háttar.
Við getum líka skráð aðra aðstandendur í kerfið t.d. ömmu eða afa, það getur verið gott að hafa upplýsingar um fólk sem má að jafnaði sækja barnið í skólann og við getum merkt þannig við slíka aukaaðstandendur að þeir fái ekki almennan póst og fjöldasendingar frá skólanum. Það er heillaráð ef foreldrar fara utan en börnin verða heima í umsjá annarra að láta okkur skrá umsjárfólkið í Mentor.
Við hvetjum foreldra til að skrá sig inn í Mentor strax í dag. Kerfið er aðgengilegt og skiljanlegt og það eru nokkur einföld kennslumyndbönd tengd Mentor á síðu þeirra og youtube.