Nýtt skólaár

Nýtt skólaár hófst formlega í dag samkvæmt skipulagi sem hefð er fyrir í Kópavogi. Af því tilefni gleður okkur að tilkynna að skóladagatal Aðalþings liggur liggur nú fyrir á vef skólans. Það gleður okkur jafnframt að kynna, að í samræmi við nær einróma niðurstöðu úr foreldrakönnun lokar leikskólinn ekki vegna skipulagsdaga á þessari önn, en þremur skipulagsdögum er þess í stað raðað niður á tímabil við áramótin þegar grunnskólar eru einnig lokaðir. Þetta fyrirkomulag var einnig viðhaft á seinasta skólaári eftir að kosið var um formið meðal foreldra.


Í tilefni af nýju skólaári munum við á næstu dögum kynna einstaka þætti skólastarfsins sérstaklega fyrir foreldrum. 


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook