Starfsmaður með háskólapróf
óskast óskast til skapandi og skemmtilegra starfa

Aðalþing, sem er einkarekinn leikskóli, hefur vakið athygli fyrir margskonar þróunarstarf og skemmtilega nýbreytni sem starfsfólk og börn hafa staðið að í sameiningu.

Það er okkur mikilvægt að bjóða börnum bestu mögulegu aðstæður sem völ er á og því skiptir máli að mikil breidd sé í starfsmannahópnum og bakgrunnur starfsmanna sé margskonar.

Við gætum vel hugsað okkur að fá til liðs í þetta mikilvæga verkefni, starfsmann með háskólamenntun, t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda. Fólk með menntun í listum eða öðrum skapandi greinum kemur að sjálfsögðu líka til greina.

Ef þú ert til dæmis með bakkalárgráðu í sálfræði, félagsfræði, uppeldisfræði eða öðrum hagnýtum greinum væri gaman að heyra frá þér.

Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starf með okkur en nú þegar er hátt hlutfall karlmanna starfandi við skólann.

En semsagt; ef þú ert frábær komdu þá með okkur í það að breyta heiminum.
Það er mikilvægt og það verður gaman!

 Við viljum ráða starfsmann sem fyrst eða fljótlega eftir áramót. Upplýsingar veitir Hörður leikskólastjóri í síma 7703553 eða á netfanginu hordur@adalthing.is


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook