Flýtilyklar
Stilla - þróunarverkefni um hæglátt leikskólastarf
Aðalþing stendur að þróunarverkefninu Stilla - um hæglátt leikskólastarf, ásamt þremur öðrum leikskólum og vísindamönnunum Dr. Önnu Hreinsdóttur við HÍ. Kristínu Dýrfjörð við HA, Dr. Alison Clark, höfund Mósaík nálgunarinnar og bókarinnar Slow knowledge and the unhurried child: time for slow pedagogies in early childhood education og Dr. Kari Carlsen prófessor og sérfræðing í tengslum skráninga og sköpunar frá Noregi.
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hæglátt leikskólastarf og dýpka þannig þekkingu og skilning á upplifun barna á tíma í leikskólum og tilgangur þess er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á námi barna og þeim tíma sem börn þurfa til að kanna heiminn og prófa hugmyndir sínar í daglegu starfi í leikskóla.
Ákvörðun skólans um þátttöku í verkefninu um hæglátt leikskólastarf réðst af því að það fellur vel að hugmyndafræði Aðalþings um skólastarf í anda Reggio Emilia. Og markmið verkenisins að dýpka þekking og skilning á upplifun barna eru mikilvæg. En vísbendingar hafa komið fram í rannsókn erlendis að tuttugu til þrjátíu prósend leikskóldagsins fari í biðtíma.
Verkefnið hófst í af hálfu Aðalþings í febrúar 2023, en fyrstu samstarfsfundir voru í vor. Við beitum aðferðafræði starfendarannsókna, sem felast meðal annars í uppeldisfræðilegum skráningum í anda Reggio Emilia eins og þær hafa verið stundaðar í Aðalþingi frá upphafi, árið 2009. Hugtakið starfendarannsókn hefur verið notað til að lýsa rannsóknum sem unnar eru af kennurum í skólum í þeim tilgangi að þróa og bæta eigið starf og skapa nýja þekkingu. Orðið starfendarannsókn er þýðing á því sem í ensku hefur oftast verið kallað action research eða practioner research.
Samstarfsskólar okkar í þróunarstarfinu ásamt ofangreindum háskólum eru Ugluklettur í Borgarnesi, Rauðhóll í Reykjavík og Iðavöllur á Akureyri. Í Aðalþingi erum við stolt af samstarfinu við þessar framúrskarandi menntastofnanir. Áætlað er að verkefnið standi yfir í þrjú ár og ljúki um mitt ár 2026.