Sumarfríi lýkur á miðvikudag klukkan 10:02

Aðalþing verður opnað eftir sumarfrí um klukkan 10 miðvikudaginn 9. ágúst.

Þrjátíu ný börn byrja í skólanum um miðjan ágúst. Foreldrar nýrra barna hafa verið boðaðir á kynningarfund í skólanum á fimmtudaginn 10. ágúst. Samtöl deildarstjóra við foreldra nýrra barna hafa verið skipulögð dagana fram að aðlögun, sem hefst 15. ágúst og lýkur í þeirri viku.

Foreldrar barna sem nú þegar eru í skólanum eru boðnir á upplýsingafund í fjarfundi, í næstu viku. Fundurinn er um nýtt um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum í Kópavogi, sem bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 27. jún. Linkur verður sendur foreldrum fyrir fundinn.

Skóladagatal er fyrirliggjandi á vefsvæði skólans og í fataherbergjum eins og hefð er fyrir. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. september. Gjaldskrá er einnig á vefsvæði Aðalþings en líka hjá kopavogur.is


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook