Flýtilyklar
Taktu til og farðu að pissa - fyrirlestur Aðalþings mjög vinsæll
23.11.2020
Fjölmargir hafa óskað eftir aðgangi að fyrirlestri Aðalþings; Taktu til og farðu að pissa.
Í lok nóvember hélt Kennarasamband Íslands málþingið Bara leikur. Málþingið var með fjarfundasniði og vegum Aðalþings héldu kennarar ú skólanum fyrirlesturinn Taktu til og farðu að pissa. Fjölmargir leikskólar höfðu skipulagsdag þegar málþingið var og horfðu starfsmenn skólanna gjarnan saman á fyrirlestrana saman í hópum. Um fimm hundruð tölvur voru tengdar þegar fyrirlestur Aðalþings var fluttur og fengum við mjög sterk og jákvæð viðbrögð að fyrirlestrinum loknum.
Sumir höfðu ekki tök á að fylgjast með fyrirlestrinum þegar hann var sendur út og hafa óskað eftir aðgangi að honum. Við höfum orðið við þessum óskum og komið efninu fyrir í læstu skýi og fyrir hóflegt gjald geta skólar og einstaklingar fengið ótakmarkaðan aðgang að efninu í tiltekinn tíma. Þetta hefur mælst einstaklega vel fyrir og fyrirlesturinn verið sýndur í leikskólum á skipulagsdögum á undanförnum vikum.
Sumir sáu bara trailerinn
en hann var líka mjög góður...
en hann var líka mjög góður...