Þingfréttaritið - nýr fréttamiðill Aðalþings

Þingfréttaritið hefur nú göngu sína en það er ný viðbót við upplýsingamiðlun frá skólanum.
Við gerðum tilraunir með útgáfuna í fyrra og nú eru aðstæður okkur það hliðhollar að tímabært er að hefja starfsemi vefrits.
 
Hugmyndin er að Þingfréttaritið komi út af og til og efnisinnhald skarist að einhverju leiti við vefsíðu Aðalþings, þ.e.a.s. sumar fréttirnar í Þingfréttaritinu birtast á vefnum fyrir eða eftir útgáfu ritsins.
Skipulögð upplýsingamiðlun frá Aðalþingi er því orðin nokkuð viðamikil. Hún felst m.a. í
  • Föstudagspóstum
  • Vefsíðu
  • Facebooksíðu
  • og núna Þingfréttaritinu

Eftir sem áður munu foreldrakannanir okkar líklega sýna að það sem skiptir foreldra mestu mála varðandi upplýsingar um barnið og leikskólann eru hin daglegu samskipti við kennarana, þegar barnið kemur eða það er sótt í leikskólann. Við munum því halda áfram að leggja okkur fram á þeim vettvangi líka.

Hér er slóð á hið nýja rit.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook