Umsókn um leikskóladvöl

Þessa dagana berast okkur fjölmargar fyrirspurnir um leikskólapláss í Aðalþingi, en vegna sumarleyfa hefur okkur ekki tekist að svara þeim öllum. Það er því rétt að taka eftirfarnadi fram:

Sótt er um fyrir börn í Aðalþingi á vef Kópavogsbæjar. Við innritun barna í leikskólann er farið eftir innritunarreglum Kópavogsbæjar.

Hanna Sigurðardóttir er innritunarfulltrúi í Kópavogi. Hún sér um skráningu á biðlista og þjónustar Aðalþing varðandi innritun barna. Netfang Hönnu er: hannasig@kopavogur.is

Hér er hægt að sækja innritunarreglur fyrir leikskóla Kópavogs.

Eins og áður svörum við fúslega öllum fyrispurnum um leikskólastarfið, möguleikum á skólavist og því um líkt en eins og að framan segir getur orðið töf á svörum meðan sumarfleyfi standa yfir.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook