Úthlutun í leikskóla fyrir haustið 2021

Eftirfarandi upplýsingar voru gefnar út frá Kópavogsbæ í dag.
Vegna fjölda barna á biðlista eftir leikskóladvöl í Kópavogi verður úthlutað í tvennu lagi.
Börn fædd árið 2019 og eldri verða í fyrri úthlutun og fá foreldrar úthlutunarbréf fyrir 1. apríl n.k.
Börn fædd á fyrri hluta árs 2020 verða í seinni úthlutun og fá foreldrar úthlutunarbréf fyrir 1. maí. Ekki er fyrirsjáanlegt hversu ung börn fá boð um vistun í seinni úthlutun.

En almennt um innritun barna vísum við í eldri frétt á vef Aðalþings:
Kópavogsbær annast innritun barna í Aðalþing samkvæmt þjónustusamningi leikskólans við bæinn. Sótt er um leikskóladvöl á vef bæjarins.

Aldur barna stýrir forgangsröðun við innritun. Eldri börn fá úthlutað leikskólaplássi á undan þeim sem yngri eru. Lengd biðlista hverju sinni ræður því hversu ung börn hefja leikskólagöngu í Aðalþingi á haustin.

Undanfarin ár haf yngstu börnin sem innrituð haf verið í Aðalþing, verið u.þ.b. tveggja ára.

Upplýsingar um innritun hjá Kópavogsbæ og innritunarreglur má finna hér.

Fyrirspurnir til Aðalþings má senda héðan af vefnum einnig er velkomið að hringja eða senda tölvupóst á adalthing (hja) adalthing.is


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook