Fréttir

Skipulagsdagur mánudaginn 4. janúar

Samkvæmt ákvörðun Leikskólanefndar og Bæjarráðs Kópavogs er skipulagsdagur í leikskólanum næsta mánudag, 4. janúar og þá er skólinn lokaður.
Lesa meira

Jólakræsingarnar 2015 - jólagjöf ársins, komnar í sölu

Jólakræsingarnar verða þannig að þessi sinni, að falleg gjafaaskja eins og var um fjarkann fyrir skömmu, verður afhent í fallegum gjafapoka sem einnig inniheldur jólahvítlauksbrauðið okkar. Reynslan segir okkur að þetta er tilvalin gjöf til fjölmargra og því miður höfum við ekki annað eftirspurn seinustu árin. Við hefjum sölu á netinu klukkan 10 á morgun og við sendum þér slóð á pöntunarformið í pósti. Slóðin verður einnig aðgengileg á heimasíðunni okkar og á Facebook. Hér fyrir neðan er slóð á pöntunareyðublaðið !
Lesa meira

Starfsmaður með háskólapróf
óskast óskast til skapandi og skemmtilegra starfa

Það er okkur mikilvægt að bjóða börnum bestu mögulegu aðstæður sem völ er á og því skiptir máli að mikil breidd sé í starfsmannahópnum og bakgrunnur starfsmanna sé margskonar. Við gætum vel hugsað okkur að fá til liðs í þetta mikilvæga verkefni, starfsmann með háskólamenntun, t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda. Fólk með menntun í listum eða öðrum skapandi greinum kemur að sjálfsögðu líka til greina.
Lesa meira

Science education in early childhood í Aðalþingi

Samkvæmt Aðalnámskrá 2011 á Íslandi er eitt af námssviðum leikskóla sjáfbærni og vísindi. Í þessu myndbandi er lýst mismunandi sjónarhornum á vísindi hjá einum árgangi í leikskólanum Aðalþingi frá upphafi til loka leikskólagöngu.
Lesa meira

Ljósmyndasýning í Smáralind

Í dag klukkan 17 opna elstu börnin í Aðalþingi ljósmyndsýningu í Smáralind. Sýningin er staðsett í öskjunni fyrir framan Debenhams á jarðhæðinni og stendur í viku. Það eru allir velkomnir á opnunina eða á öðrum tíma ef það hentar betur.
Lesa meira

Fækkun skipulagsdaga hafnað í andstöðu við ríflega 99% foreldra

Leikskólanefnd Kópavogs hefur hafnað erindi foreldraráðs, skólastjóra og rekstraraðila leikskólans Aðalþings um að fækka skipulagsdögum og flytja hluta þeirra á dagana milli jóla og nýárs þegar grunnskólar eru líka lokaðir og nýting á leikskólum almennt mjög lítil. Þessi ákvörðun er tekin í andstöðu við vilja ríflega 99% foreldra.
Lesa meira

Beiðni um færri lokanir vegna skipulagsdaga

Það er gaman að segja frá því að fyrir Leikskólanefnd Kópavogs liggur núna beiðni frá Aðalþingi um að fækka skipulagsdögum á næsta skólaári. Leikskólanefnd var sent erindi þann 14. apríl síðastliðinn og verður það væntanlega tekið fyrir öðru sinni á fundi nefndarinnar á morgun.
Lesa meira

Leitin að leikskólakennurum heldur áfram

Leitin að leikskólakennurum heldur áfram
Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra frábæra háskólamenntun sem nýtist í starfi, óskast til starfa með okkur í frábærum leikskóla, frá og með haustinu eða fyrr…
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Kæru foreldrar og aðrir landsmenn ! Aðalþing óskar ykkur gleðilegs sumars og starfsfólk skólans þakkar fyrir dásamlegt samastarf við börn og fjölskyldur þeirra í vetur.
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn þrettánda

Samkvæmt samræmdu skóladagatali í Kópavogi er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum föstudaginn 13. mars. Þá er einnig skipulagsdagur í Aðalþingi og leikskólinn því lokaður vegna skipulagsdags í fyrsta skipti í vetur.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook